Alina

and

Þorvarður

Alina and Þorvarður

Sagan okkar

Alina og Þorvarður hittust árið 2011 í Fjölbrauta skólanum í Garðabæ vegna þess að Þorvaður hafði fallið í íslensku þrisvar sinnum í Mentaskólanum í Kópavogi og þurfti að fara í annan skóla. Þau voru að taka frumkvöðlafræði saman, tímin fjallaði um það að búa eitthvað til og gera fyrirtæki úr því, þau lentu auðvitað saman í hóp. Eftir að hafa eytt miklum tíma saman og fyrsta kossinn eina kvöld stund, hittust þau á hverjum degi. Viti menn hvað hefði gerst ef þau hefðu ekki lent í hóp saman og Þorvarður hefði ekki fallið í íslensku. Þau elska að borða góðan mat saman, ferðast og líka að gera einfaldlega ekkert á góðum sunnudegi. Þorvarður bað Alínu um að giftast sér á 5 ára sambands afmæli þeirra í einrúmi í kósí bústað þar sem þeu eyddu góðri helgi í framhaldi af bónorðinu.

Við elskum nærveru hvors annars, svo mikið að við unnum saman í að minnsta kosti 4 ár og fólk var alltaf að spyrja okkur hvort við værum ekki komin með leið á hvort öðru.
Við elskum kvöldin þar sem það eru bara við, góð kvikmynd og kúr sem er verðmætara en allir peningarnir í heiminum.
Við elskum að hlæja yfir kjánalegum hlutum alla tíma dags.
Við elskum litla augnaráðið sem við gefum hvort öðru sem segir: Ég elska þig meira en allt og farðu aldrei frá mér.
Við elskum að hafa hjörtu okkar full af ást og furðu yfir hversu mikil ást er til staðar svo mörgum árum seinna.

Alina: Ég elska öll litlu ástarljóðin sem hann sendir mér og minnir mig á hversu mikið hann elskar mig. Ég elska svipinn hans þegar hann kemur heim og sér andlit mitt, hvernig það lýsir upp með tjáningu manns sem hefur beðið allan daginn eftir því að sjá mig. Ég elska alla littlu hlutina sem hann gerir fyrir mig á hverjum degi, án þess að ég spyrji og jafnvel muni eftir.

Þorvarður: Ég elska hvernig hún gerir líf mitt auðveldara með öllum litlu hlutunum sem hún gerir fyrir mig. Ég elska hvernig hún brosir þegar ég fæ hana til að hlæja og sú staðreynd að hún veit ekki hversu fyndin hún er sjálf. Ég elska þegar hún kemur mér á óvart með óvæntum kvöldverð á veitingastað eða með því að baka eitthvað sem ég elska. Hvernig hún getur sýnt mér að hún elskar mig án þess að segja orð.
Kristie Kern