Alina

and

Þorvarður

Spurt og svarað

Hvernig fatnað á ég að vera í ?

Ef þú þekkir okkur vel þá veistu að okkur finnst mjög gaman að vera fínt klædd og við mælum með að þú gerir slíkt hið sama fyrir þenna viðburð. Við vonumst til að brúðkaups gestir geri sér fært að mæta í sínum fínustu klæðum til að nefna jakkaföt, síðkjóla og fallegu hæla skóna.

Má ég taka myndir í brúðkaupinu og/eða setja myndir á netið?

Í athöfninni verður stranglega bannað að taka myndir svo ljósmyndarinn okkar geti náð öllum fallegu augnablikunum og allir geti notið augnabliksins. Í veislunni er öllum frjálst að taka myndir og setja þær á netið. Ef þið gerið svo, þá viljum við biðja ykkur um að þið notið #aþ2019 við hverja mynd svo við getum fundið þær.

Klukkan hvað mun veislan taka enda?

Veislan byrjar klukkan 17:00 og við höfum til 1:00 til að dansa af okkur skóna.

Hvenær er athöfnin?

Athöfnin er viðburður sem er mjög persónulegur fyrir okkur, staður til að deila ást okkar og opna hjartað. Þeim sem var boðið á athöfnina fengu sérstakt boðskort sem inniheldur staðsetninguna fyrir þennan viðburð en við buðum aðeins nánustu ættingjum og vinum. Ég vona að þið skiljið og virðið þetta fyrirkomulag svo eftir athöfnina hittums við glaðleg í veisluni og höldum upp á ástina með öllum ástvinum okkar.

Hvenær á ég að svara boðinu?

Á boðskortinu stendur 1.Júni en vegna lífs aðstæðna þurftum við að senda kortin út seinna en við vildum. Svo við höfum ákveðið að lengja frestin til 1.Júli. En auðvitað er best fyrir okkur að þið svarið sem fyrst svo við getum gert allar nauðsynlegar ráðstafanir tímanlega.

Eru einhverjir litir af fatnað sem ég ætti ekki að vera í?

Við munum taka öllum gestum með opnum örmum en ef þér langar að vera inn í lita þema. Þá er lita skemaið okkar meira inn í haust litunum, svo sem dökk rauður, dökk blár, dökk grænn, svartur eða gull.

Má ég taka vin með?

Þegar þú svarar boðinu á síðunni er það fyrsta sem þú gerir að svara "Number in your party". Sem segir til um hversu margir koma með þér. Hver og einn er með ákveðið mikinn fjölda sem hann má taka. Svo ef talan hjá þér er 1, þá er svarið því miður Nei.

Má ég taka börnin með?

Við hugsuðum vel og lengi um þessa spurningu og vitum við að margir vina okkar eiga marga krúttlega krakka. En að þessu sinni viljum við gefa þér afsökun til að hafa það notalegt barns laus og njóta dagsins með okkur að fullu.

Hvernig matur verður í boði?

Er þú svarar boðinu undir RSVP kemur upp textabox með matnum sem þú getur valið um.
Öllum verður boðið sami forétturinn sem verður 3 smáréttir en þér verður gefið val um aðalrétt. Það sem er í boði er Lambakjöt, Bleikja eða vegan réttur. Svo verður auðvitað kaka í eftirrétt.

Hvar á ég að leggja?

Er þú kemur að Iðnó er best að leggja í bílastæða húsi Ráðhúsins.

Hvenær á ég að mæta?

Á boðskortinu er tímasetningin sett sem 17:00 og við biðjum þig vinsamlegast um að mæta milli 17:00 og 18:00. Ekki seinna en það svo þú missir ekki af matnum.

Hvað geri ég ef ég kemst ekki?

Það er leiðinlegt að heyra að þú kemst ekki. Ef sú er raunin, endilega láttu okkur vita sem fyrst í gegnum RSVP síðuna.

Ég er með fleiri spurningar, hvernig hef ég samband við þig?

Ef þú ert með einhverjar fleiri spurningar eða fyrirspurnir fyrir brúðkaupið, endilega hafðu samband við brúðina í síma 695-9030.
Kristie Kern