Alina

and

Þorvarður

Brúðkaups gengið

Ella Navarro

Maid of Honor

Ella og ég kynntumst í Elko. Einn daginn áttum við langa umræðu í kvennaklefanum um mat og við áttuðum okkur á að við elskum báðar matargerð jafn mikið. Við höfum verið vinir síðan þá. Við getum talað allt of mikið um allt og ekkert þegar við hittumst og Ella er ein af nánustu vinum mínum. Hittingarnir okkar eru ekki alltaf margir en alltaf í kringum mat eða kaffi. Hún á uppruna sinn frá Frakklandi og er eitt af duglegustu manneskjum sem ég hef kynnst. Það er hægt að treysta henni til að vera með gott auga fyrir hlutunum og mun hún vera að hjálpa mér að komast smurt í gegnum allt þetta ferli.

Brynja

Bridesmaid

Ég og Brynja byrjuðum sem vinnufélagar og fyrsti hittingurinn utan vinnu var kaffihúsa rölt og djúpar umræður um lífið. Brynja býr nú í Hollandi þar sem hún stundar nám í lögfræði, við erum báðar ömurlegar að spjalla við hvort aðra á netinu. Við fengum þó að hittast nokkrum sinnum síðan hún flutti út. Meðal annars heimsóttum við hana og fengum túr um bæinn Mastricht, þar sem hún býr, seinasta sumar og við höfum alltaf gaman af því að hittast með hundana okkar og taka góða göngutúra. Brynja er skemmtileg, full af lífi og alltaf gaman að tala við hana.

Þóra Júlia

Bridesmaid

Ég gleymi því aldrei þegar ég sá Þóru fyrst. Hún kom seint í vinnu teiti og ég man hvað ég hugsaði hvað hún væri töff týpa. Lítið vissi ég að við yrðum vinkonur nokkrum árum seinna. Þóra er þekkt fyrir það að halda eitt af bestu partýum allra tíma, hún leggur sig alla fram og passar að öll smáatriði séu fullkomin. Hún lærði förðun, er mega góð að elda og hefur gott auga fyrir innanhús hönnun, ég held að það er ekkert sem að þóra er ekki góð í. Þegar allt er á botninn hvolft þá er hún Þóra mjög jarðbundinn og opin, svo ekki hika við að tala við hana í veislunni ef ykkur vantar partý ráðgjöf eða gott spjall.

Lilja

Bridesmaid

Lilja er að læra að vera flugmaður og kynntumst við yfur léttu spjalli í heimilistækja deildinni í Elko. Við fundum okkar sameiginlegu áhugamál í gegnum tísku, dýr og að ferðalög (Vá hljómar svo "clishé"). Hún er því miður kattar manneskja, en ég fyrirgef henni það. Þar sem að kötturinn hennar er bara allt of sætur til að elska ekki. Lilja er mjög góðhjarta, létt manneskja til að vera með og heldur hún oft upp stuðinu í vinnu teitinu. Ég treysti henni til að gera slíkt hið sama í brúðkaupinu (mínus beer pong auðvitað).!

Kristbjörn Hilmir

Best Man

Kristbjörn hefur verið bróðir minn eins lengi og ég man eftir mér. Frá ungum aldri hefur hann haft áhuga á íþróttum og heilsu. Ég minnist þeirra daga er við keyrðum saman Suðurlandið, tjaldstæði til tjaldstæðis; þegar við vorum saman í MK einn veturinn; þeirra ótal stunda sem við höfum eytt saman. Þegar það kom að því að velja “best man”, þá fór það ekki á milli mála. Hann hefur gert marga hluti fyrir mig í gegnum tíðina og á ekkert minna skilið.

Skúli Þor

Groomsman

Ég og Skúli höfum ekki þekkst lengi en við byrjuðum að vinna hjá Prógramm á svipuðum tíma og hefur vinátta okkar fengið að blómstra eins og vor blóm á sólríkum degi. Líkt og fræ í frjórri mold höfum við ræktað okkar samband og er það nú sterkt sem harður trjábörkur í köldum vetrar vindinum. Við eigum það sameiginlegt að hafa áhuga á að lesa okkur til um hagfræði og sem sannur fræðimaður á hann sér þann draum að vera kennari.

Svenni

Groomsman

Ég kynntist Sveinbirni í Kópavogsskóla. Í 10. bekk og út menntaskólann unnum við saman á kjötborðinu í Nóatúni. Við fórum báðir í MK þar sem við fengum sameiginlegan áhuga á tölvunarfræði og tókum þau námskeið sem þar voru í boði. Eftir MK fórum við báðir í HR að læra tölvunarfræði. Núna vinnum við báðir hjá Prógramm.
Óþarft að segja höfum við eytt miklum tíma saman og erum góðir vinir. Enda er hann frábær vinur og drengur góður.

Jakob

Groomsman

Ég og Jakob kynntumst í Kópavogsskóla og urðum góðir vinir þegar við kepptumst um það hvor okkar væri betri í spilagöldrum. Í menntaskóla var hann minn besti vinur og eyddum við tíma okkar í að klifra upp Esjuna í frosti og niðamyrkri, prófa hversu langt er hægt að keyra á bensínljósinu og rífast um hvort Micheal Jackson hafi verið betri en Bítlarnir.
Kristie Kern